Þetta er mjög hentugt og gott. Þið getið bara hellt þessu í skál og borðað!
Það sem þarf:
-1 Skál (þið látið allt ofan í hana).
-1 skeið (þið borðið morgunkornið með henni).
-1 pakki morgunkorn (þið hellið því ofan í skálina).
-Mjólk (þið hellið henni ofan á morgunkornið í skálinni).
Morgunkorn geta verið mjög margvísleg. Hægt er að nota Cheerios, Cocoe Puffs, Coco Pops, Lucky Charms, Weetos, Kellogs og Kornflex eða einhvað annað.
Stundum hefur verið blandað morgunkornum líka. Það getur verið ágætt líka.
Mjólk getur verið mjög margvísleg. Hægt er að nota Nýmjólk, Undanrennu, Fjörmjólk, Dreitil eða einhvað annað. Súrmjólk er stundum notuð…vitið ég myndi ekki fyrir mitt littla líf borða morgunkorn daglega. En auðvitað hafa allir mismunandi matarsmekk. T.d. gæti einhver stungið upp á því að nota sinnep og tómatssósu á morgunkornið sitt.
Morgunkorn eru stundum mjög ódýr. Til dæmis í Bónus. Morgunkorn þýðir ekkert endilega ekkert að það verður að borða það á morgnanna. Þið megið alveg borða það á hádegin eða á kvöldin. Þannig að ef þið nennið ekki að elda kvöldmat og það er á tali hjá Domino's þá fáiði ykkur bara nokkrar skálar af morgunkorni.
Allir bara að skella sér í Bónus og kaupa helling af morgunkorna pökkum.
ég er ekki svín! ÉG ER HERRA SVÍN! VAAAAH!!! >.<"