Hæ, hæ mig langaði að deila með ykkur uppáhalds samlokunni minni sem ég bjó til þegar ég var bara eitthvað að fikta en hugmyndina fékk ég á Subway. Hún er virkilega einföld en stórgóð.
Það sem þarf:
2 brauðsneiðar
Kjúklinga/kalkúna álegg
Ostur
Eitthvað grænmeti
Örbylgjuofn
BBQ sósa
Salt og Pipar
Gerð:
Maður skellir kjúklinga eða kalkúna áleggi á sitthvora brauðsneiðina. Síðan setur maður ost á aðra eða báðar sneiðarnar. Síðan setur maður þetta í örbylgju í 30-40 sek.
Eftir að vera búinn að hita þetta skellir maður á einhverju grænmeti að eigin vali. Mér finnst best að hafa kál, papriku og gúrku. Síðan setur maður BBQ sósu á þetta, og salt og pipar yfir það. Og þá er samlokan tilbúinn.
Verði ykkur af góðu