Það er ekki mikið sem ég man eftir, en hér er eitthvað smá sem að ég stal af netinu. :)
KÓKÓSKÚLUR
100 g. smjör
2 !/2 dl haframjöl
4 matsk. sykur
2 matsk. kakó
1 matsk. mjólk
Settu smjörið í skál, (það má bræða það í örbylguöfni í 5-10 sek.). Settu hafram-
jölið,sykurinn,kakóið og mjólkina útí, og hnoðaðu þessu saman.Mótaðu kúlur,
og veltu uppúr kókosmjöli. Settu þær í ískápinn í u.þ.b. 30 mín , og þá eru þær
tilbúnar
EITT SETT.
Botninn: 2 bollar World Temptations, Mediteranean Nut Medley
1 pk Tromp
1 kassi hrísbitar
4 stk Eitt Sett (súkkulaðiræmurnar)
3 msk smjörvi
Bræðið súkkulaðiræmurnar og smjörvan yfir vatnsbaði. Látið í skál World Temptations, brytjað Tromp og brytjaða hrísbita. Blandið bræddu súkkulaðinu saman við og þjappið saman í lausbotna form.
Lakkrísfromas: 4 lakkrísar frá “settinu”
15 töggur, svartar
2 dl soðið vatn
2 egg
3/4 dl sykur
6 matarlímsblöð
2 msk sítrónusafi
2 dl rjómi
Lakkrískurl
Brytjið lakkrísinn og látið ásamt töggunum í skál og hellið soðna vatninu yfir, hrærið í af og til þar til lakkrísinn og töggurnar hafa jafnast vatninu, (tekur tíma að bráðna). Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn. Þeytið egg og sykur vel og þeytið rjómann. Kreistið vatnið frá matarlíminu og bræðið yfir vatnsbaði, blandið sítrónusafa saman við og hellið þessu saman við uppleysta lakkrísinn. Blandið lakkrísbgöndunni saman við egginn og að síðust þeytta rjómanum. Þegar fromasinn er farinn að stífna aðeins hellið yfir botninn og látið stífna. Tekið úr forminu og skreytið með Lakkrískurli.
SKJÁLFTAR
300 g hreinn rjómaostur
200 g Síríus Konsum suðusúkkulaði
2000 g Síríus rjómasúkkulaði
1 bolli Nóa Kropp
1 bolli Nóa súkkulaðirúsínur
100 g heslihnetur
1 bolli þurrkaðar abrikósur
1/2 bolli þurrkaðir bananar
Blandið saman í skál Nóa Kroppi, Nóa rúsínum, bönunum, brytjuðum heslihnetum og aprikósum. Bræðið við vægan hita yfir vatnsbaði súkkulaðið. Hrærið rjómaostinn mjúkann, blandið brædda súkkulaðinu saman við og hellið í skúffu (22x23 sm). Jafnið sælgætisblöndunni yfir súkkulaðið og þrýstið niður í súkkulaðið. Kælið í 20 mín og skerið í litla bita á meðan blandan er aðeins mjúk.
KORNFLÖGUKAKA
150 g Síríus Konsum suðusúkkulaði
150 g Síríus rjómasúkkulaði
180 g Special K, kornflögur
50 g heslihnetuflögur
Fylling: 2 dl rjómi
2 matarepli
Bræðið súkkulaðið við vægan hita yfir vatnsbaði. Blandið kornflögum og hnetum í skál og hellið bræddu súkkulaðinu saman við. Mótið í tveimur tertuformum (23 sm) og kælið. Þeytið rjómann, flysjið eplin og rífið gróft niður á rifjárni. Blandið rjómanum og eplunum saman og leggið kökuna saman með blöndunni. Takið kökuna úr kæli 1 klst. fyrir framleiðslu.
KELLOGG¹S GÓÐGÆTI
Bræðið Síríus hjúp til baksturs eða blandið saman Síríus suðusúkkulaði og Síríus rjómasúkkulaði og bræðið í vatnsbaði. Bætið Rice Krispies, Kellogg¹s kornflögum eða Kellogg's Corn Pops í súkkulaðibráðina og setjið í falleg moffuform. Kælið.
Sumt af þessu er stolið af heimasíðu Nóa Sírus, kíktu á hana þar er hellingur af konfekti og gúmmilaði sem þarf ekki að baka.
Kv. EstHer