ætlaru að elda eða ertu að tala um snarl? æji ég svara bara hvort sem það verður :D
Um daginn þá elduðum við vinkonurnar saman og ég gerði þetta… maaan þetta var svooooo gott og alls ekki erfitt…
Kjúklingapasta með pestó
fyrir 6
Kjúklingur:
800 gr. beinlausar kjúklingabringur (ég reyndar vikta ekki heldur reikna með 1,5 til tveimur bringum á mann, fer eftir stærð)
3-4 msk. gott pestó (blanda oft t.d. grænu og rauðu)
2-4 hvítlausksrif eða eftir smekk
nokrir stönglar ferskt rósmarín eða 1-2 tsk þurrkað
1 ½ msk hvítvíns eða sítrónuedik
1 kjúklingatengingur leystur upp í 2,5 dl af vatni
4 msk ólífuolía
salt og pipar
Hitið ofninn í 175°C og smyrjið pestó í botninn á eldföstu móti
Skerið hvítlauk í þunnar sneiðar og dreifið yfir pestóið Leggið bringurnar í mótið.
Blandið saman ediki og kjúklingasoði og hellið yfir kjúklinginn. Dreypið ólífuolíu yfir og kryddið með salti og pipar. Vökvinn á að ná u.þ.b. upp að miðjum bringum (nær reyndar alltaf næstum yfir bringurnar hjá mér), þannig soðnar kjötið neðanfrá og bakast ofanfrá. Bakið í opnu móti í 15 mínútur, takið út og hrærið í soðinu
Leggið álpappír eða lok yfir mótið og bakið í 10-15 mínútur eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn (skera í og athuga, gæti þurft lengri tíma).
Berið fram með pestópasta
Pestópasta:
250 gr. saxaðir sveppir
1-3 pressuð hvítlauksrif
2 msk. gott pestó (ég blanda oft pestóum, t.d. grænt og rautt)
6 msk ólífuolía
500 gr. tagliatelle (enn betra að nota ferskt pasta)
Sjóðið pastað skv. leiðbeiningum
Steikið sveppi á pönnu uppúr ólífuolíunni þar til þeir fá góða steikingarhúð
Lækkið hitann á pönnunni, bætið hvítlauk og pestó á pönnu og látið malla í 5 mínútur.
Blanda pasta saman við pestósveppi
Sem snarl er alltaf klassík að gera heitan doritos rétt…
salsasósa, doritos (gult eða blátt, eftir smekk), mozzarella ostur rifinn…
sósan er sett í eldfast mót, og doritosið yfir og þar á eftir osturinn… og setja þetta í ofn í smá tíma… þangað til þetta er orðið stökkt og fínt!
Svo er líka hægt að gera eitt skemmtilegt og gott…
þeyttur rjómi, coctail ávextir, saxað snickers/mars eða bara eitthvað gott súkkulaði… marens….
það er endalaust skemmtilegt hægt að gera :D
gangi þér vel :)
Blandar þessu öllu saman í skál, mmmm bara gott.