Það getur verið gott að fara á hráfæði eftir og á meðan á veikindum stendur, þar sem að það hjálpar til við að hreinsa meltingarveginn og þar afleiðandi. Hráfæði er að sjálfsögðu það sem náttúran ætlast til af okkur við fæðuval, það þarf ekki annað en að líta á öll dýr jarðar. En þar sem við menn höfum ekki bara eðlishvötina til að stýra okkur heldur líka vit og hugsun þá er ekki annað en sniðugt að elda matinn svo að það sé auðveldara að melta hann, svo er það líka gaman. Prufaðu endilega hráfæðið en ekki festast í því eða neinu öðru, því það er ekki gott að staðna, enginn hefur gott af stöðnun. Þar sem maðurinn er alltaf að þróast og breytast þá ætti það að vera nokkuð augljóst. Það er ekkert réttara en annað og þú ættir að finna það sjálf ef að þér líkar þetta ekki. En hvað sem þú gerir ekki láta plata þig út í kjötneyslu. Gangi þér vel