Skinkuhorn


Skinkuhorn

9-12 stk.
Undirbúningur ca 20 mín.
Bökunartími um 15 mín.
Ofnhiti: 200-225 °C fyrir miðju í ofninum
Má ekki frysta

Um 400g smjördeig (fryst)
50g smjör,
2 smálaukar
um 200g soðin skinka
1 steinseljuknippi
2 egg
salt og pipar
múskat
1 tsk. ósætt sinnep

1. Þíðið smjördeigið. Hreinsið og fínsaxið laukinn. Brúnið hann í smjörinu í 6-8 mín. og lækkið þá hitann. Bætið í skinku, saxaðri steinselju og þeyttu eggi (geymið hluta af egginu til penslunar). Bragðbætið fyllinguna með kryddi og sinnepi.

2. Flytjið út smjördeigið. Skerið það í þríhyrninga. Leggið eina skeið af fyllingu á hvern þríhyrning og rúllið þeim saman frá breiðari endanum. Betgið hornin lítillega. Leggið þau á bökunarplötu skolaða uppúr köldu vatni. Penslið hornin með með þeyttu eggi. Bakið þar til þau eru orðin gullinbrún og stökk.