Túnfisksalat

Fyrir 4 persónur
Undirbúningur um 20 mín
Má ekki frysta

1-2 dl pasta t.d. penne eða farfalle
1 jökulsalat
4 tómatar
1-2 dósir túnfiskur í olíu (bragðmeiri)
2-4 harðsoðin egg
50-100g svartar ólífur

Sósa
2 msk. vínedik
1 hvítlauksgeiri
4-5 msk. ólifolía
steinselja, dill, estrogon

1. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakkanum. Skolið það undir köldu vatni. Skolið salatið.

2. Hellið olíunni af túnfisknum og skiptið honum upp í minni bita. Skerið tómatana og eggin í báta.

3. Þekið botnin og hliðar á stórri skál með salatblöðum. Blandið öðrum hráefnum varlega saman við. Blandið salatsósu og hellið yfir salatið. Berið fram með snittubrauði og smjöri.