Ferskju- og jarðarberjaterta
Undirbúningur: alls um 20 mín.
Kæling: um 2 klst.
Má ekki frysta
1 tilbúinn tertubotn
1 poki vanillusósuduft
1 dós ferskjur (um 350 gr)
um 350 gr fersk jarðarber
1 pakki hlaup með jarðarberjabragði
um 25 gr möndluflögur
1. Leggið tertubotninn á hringlaga fat. Lagið vanillukrem eftir leiðbeiningum á umbúðunum og kælið það.
2. Síið ferskjurnar í sigti, geymið safann. Skerið ferskjurnar í þunna báta. Skolið og hreynsið jarðarberin og þurkið þau vel.
3. Jafnið kremið á terubotninn og raðið ferskjubátunum og jarðarberjunum í fallegt mynstur ofaná. Lagið jarðarberjahlaupið eftir leiðbeiningum á pakkanum en notið ferskjusafann í stað vatns. Ausið hlaupinu hálfstífu yfir ávextina með skeið, byrjið fyrir miðju og haldið áfram út.
4. Ristið möndluflögurnar á þurri pönnu til að gefa þeim lit og festið þær utan á kökuna. Stingið kökunni í kæliskáp uns hlaupið stífnar.