Handa 4
Undirbúningur um 25 mín.
Steikingartími um 20 mín.
Ofnhiti: 225°c
Miðrim í ofni
Má ekki frysta.

2 meðalstórir kúrbítar um 250 g hvor.
1 laukur
1 hvítlauksgeiri (má sleppa)
1 paprika
25 g smjör eða smjörlíki
4 tómátar í bitum
250g kotasæla
1 dl fínsöxuð steinselja
2 msk fínsaxaður graslaukur
1 tsk salt. 1 kryddmál pipar um 1 dl rifinn, leginn ostur.

1. Skerið kúrbítana langsum í tvennt. Skafið nokkuð innan úr þeim með skeið þannig að eftir sé um 1 sm þykkur veggur. Saxið það sem skafið er úr.
2. Hlutið paprikuna og hreinsið hana og saxið.
3. Flysjið og saxið laukinn. Gljásteikið hann í smjöri. Bætið í papriku og söxuðum kúrbít og steikið áfram í 5 mín. Bætið í krömdum hvítlauk og kælið.
4. Látið hin efnin út í nema ostinn.
Skiptið fyllingunni í holu kúrbítana.
5. Setjið kúrbítana í eldfast fat og jafnið ostinn yfir. Steikið.
6. Berið fram með brauði, smjöri og salati.

ATH! réttinn má gera tilbúinn fyrir steikingu með nokkrum klst. fyrirfram. Geymið undir plasti í kæliskáp.<br><br>__________________________________
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/“>síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = fyrir stuttu.

<img src=”http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/synamynd.php3?uname=Engel&myndnafn=check.jpg"