Handa 4
Undirbúningur: Um 30 mín.
Suðutími: Um 30 mín. alls
Má frysta án hvítlauks.

2 laukar, 2 paprikur
25 g smjör eða smjörlíki
8 tómatar
1-2 kúrbítar (um 400g)
3/4 tsk þurrkað eða 2 greinar ferskt timían
3/4 tsk sellerísalt eða venjul. salt
1 msk sítrónusafi
1 kryddmál pipar
2-3 hvítlauksgeirar (má sleppa)


1. Flysjið laukinn og skerið hann í sneiðar. Hlutið paprikurnar, fjalægjið kjarna og hvít rif og skerið þær í ræmur. Dýfið tómötunum snöggvast í heitt vatn og flysjið þá og skerið í báta. Flysjið kúrbítinn ef hýðið er gróft og skerið hann í teninga.
2. Steikið lauk og papriku í smjörinu í um 10 mín. Hrærið öðru hverju. Bætiði hinum efnunum í nema hvítlauknum og sjóðið við vægan hita með lokið á í u.þ.b 20 mín. Hrærið öðru hverju. Bragðbætið með krömdum hvítlauk og stráið steinselju yfir. Borið fram með brauði og e.t.v. reyktri skinku.

ATH RAtaquille geymist 3-4 daga í kæliskáp, 8 mán í frysti.<br><br>__________________________________
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/“>síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = fyrir stuttu.

<img src=”http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/synamynd.php3?uname=Engel&myndnafn=check.jpg"