Nammikökur með smarties Svona í tilefni jólanna þá ákvða ég að henda inn smákökuuppskrift.

Ofnhiti 180°C

Innihald:
150g mjúkt smjör
1 dl sykur
1 1/2 dl ljós púðursykur
1 stk vanilludropar
3 1/4 dl hveiti
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1 1/2 smarties eða M&M
50g gróft brytjað suðusúkkulaði.



Aðferð:


1. Hrærið smjör, sykur, egg og vanilludropa vandlega saman með þeytara eða í hrærivél.

2. Bætið hveiti, salti og matarsóda saman við og blandið vel með sleikju.

3. Blandið súkkulaðibitum og smarties vel saman við deigið með sleikjunni.

4. Setjið degið með skeið í toppa á bökunarplötuna og passið að hafa gott bil á milli.

5. Kökunar eiga að vera svolítið stórar en athugið að þær renna mikið út og verða flatar í bakstrinum.

6. Bakið í átta mínútur, látið kökunar svo kólna áður en þær eru teknar af plötunni og raðað í box með pappír á milli laga því þær klístrast svolítið.



ES. myndin sem fylgir með er ekki mynd af þessum kökum, bara skemmtilegt að láta einhverja mynd með.