Frábær grænmetisréttur! Blómkálið bakað í ostasósu, gæti ekki orðið betra. Hneturnar gefa gott bragð.

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 373 89 100
Fita 5 202 49 55
Kolvetni 6 98 23 26
Prótein 4 73 17 19
Trefjar 1





Undirbúningur 10 mín
Matreiðsla 20 mín
Einfaldleiki Meðal





Hráefni: Fyrir hve marga: 4

700 g blómkál
6 dl mjólk
75 g ostur, rifinn
40 g blaðlaukur, sneiddur
40 g smjör
25 g hveiti
2 msk brauðmylsna
1 msk blandaðar hnetur, saxaðar
1 tsk Tabasco Pepper Sauce
½ tsk sinnepsduft
¼ tsk múskat, rifið
salt og pipar


Matreiðsla
Setjið blómkál í sjóðandi vatn og sjóðið í 10 mínútur. Bræðið 15 g af smjöri (miðað við f. 4) á pönnu, bætið blaðlauknum út á og steikið í 5 mínútur. Takið blaðlaukinn til hliðar. Bætið afganginum af smjörinu á pönnuna ásamt hveiti, mjólk, sinnepi, múskat og kryddi. Látið sjóða, hrærið allan tímann, þar til sósan er mjúk og þykk. Setjið blaðlaukinn aftur á pönnuna og látið malla í 3 mínútur. Takið af hitanum og hrærið 50 g af ostinum (miðað við f. 4) út í þar til hann er bráðnaður. Látið vatnið renna af blómkálinu og setjið blómkálið í eldfast mót. Hellið ostasósunni yfir. Blandið brauðmylsnunni saman við afganginn af ostinum, tabasco, hnetur og krydd. Skvettið sósu yfir og setjið síðan í heitan ofn í 5 mín. eða þar til rétturinn hefur fengið gylltan lit.

Hollráð
Gott er að nota blómkál og brokkólí til helminga í stað þess að nota eingöngu blómkál.

<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe