Stökk puran og bragðmikil sósan…þarf að segja meira.

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 825 199 100
Fita 15 553 135 68
Kolvetni 1 17 4 2
Prótein 15 255 60 30
Trefjar 0





Undirbúningur 45 mín
Matreiðsla 60 mín
Einfaldleiki Meðal





Hráefni: Fyrir hve marga: 8

5¾ dl vatn (aðeins meira til að ná leðjunni af bakkanum)
8 msk Balsamic edik
5 stk hvítlauksrif
5 stk ytri stönglar af selleríi, grófsaxaðir
4 stk lárviðarlauf
3 kg svínahryggur, m/ beini
2 msk ólífuolía
1 msk ferskt rósmarín
1 stk stór gulrót, grófsöxuð
1 stk stór laukur, grófsaxaður
1 ½ tsk fennikkufræ
sjávarsalt
söxuð svínabein


Athugasemdir matreiðslumeistarans
Sé góður kjötiðnaðarmaður í nágrenni við ykkur er sniðugt að biðja hann um rifin eða afturenda svínahryggjarins - þessir hlutar eru jafnari að strærð sem gerir eldamennskuna auðveldari. Biðjið hann um að skilja húðina eftir, skera hrygginn með 5 mm millibili og taka kjötið síðan af beininu. Biðjið hann um að saxa beinin og notið þau síðan í sósuna.

Aðferð
Leggið svínakjötið á bretti og nuddið smá salti, söxuðu rósmaríni inn í skorurnar á húðinni, núið vel og vandlega til að koma öllu inn í skurðina. Merjið fennikkufræin í mortéli, bætið síðan hvítlauknum og afgangnum af rósmaríninu saman við og nuddið þessu mauki inn í kjötið - en ekki á húðina því þá brennur hún. Setjið kjötið í stóra ofnskúffu með balsamikediki, lárviðarlaufum og ólífuolíu. Leyfið kjötinu að marínerast í um hálfa klst.
Á meðan skuluð þið forhita ofninn á hæsta hita og brúna beinin. Nuddið húðina á svínakjötinu með fullt af sjávarsalti - það hleypir húðinni upp og þurrkar hana. Leggið hrygginn beint á ofngrind efst í ofninum. Bætið síðan brúnuðum beinunum og grænmetinu út í afganginn af balsamik maríneringunni. Hellið vatninu út í maríneringarlöginn og setjið skúffuna inn í ofninn, beint undir svínahrygginn. Þá lekur safinn ofan í skúffuna þeagar kjötið steikist og þessi vökvi verður sósa með matnum. Með því að steikja hrygginn á ofngrindinni koma líka fallegar grillrákir á kjötið.
Kjötið er um 1 klst að steikjast. Lækkið hitann niður í 220°C eftir 20 mín. Þegar kjötið er steikt er það tekið út úr ofninum á grindinni og ofngrindin síðan lögð á álpappír svo enginn vökvi fari til spillis. Leyfið kjötinu að kólna í um 10 mín. Á meðan kjötið kólnar getið þið tekið til grænmetið sem bera á fram með steikinni og búið til sósu úr vökvanum sem safnaðist saman í bakkanum undir hryggnum.

Sósa
Setjið beinin, vökvann og grænmetið á stóra pönnu. Hellið smá vatni út á bakkann sem grænmetið og beinin voru í því fast á botni hans á að vera dálítið af dökku bragðgóðu leðjuklístri. Komið upp suðu á vatninu í bakkanum, skrapiða alla leðjuna af botninum og hellið öllu út á pönnuna. Náið upp suðu á pönnunni, hrærið öðru hverju og fleytið allri olíu, fitu og skán ofan af sósunni. Hellið síðan sósunni gegnum sigti og fleygið grænmetinu og beinunum. Kryddið eftir smekk.

<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe