Það er þjóðlegur og góður siður að taka slátur að hausti; þá gefst tækifæri til að gera hagkvæm innkaup og birgja heimilið upp af nýju kjöti, innmat, sviðum, kæfu og fleira. Blóðmörinn má geyma í frysti, hvort sem blóðmörinn er hrár eða soðinn.
Hagnýtar upplýsingar:
Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 1229 295 100
Fita 20 743 181 61
Kolvetni 18 314 74 25
Prótein 10 172 41 14
Trefjar 5
Undirbúningur 60 mín
Matreiðsla 360 mín
Einfaldleiki Mjög erfitt
Hráefni:
500 g mör
500 g rúgmjöl
300 g haframjöl
6 stk vambir, 6 keppir
2 dl vatn
1 l blóð
1 msk salt
Vambir
Skolið vambirnar úr köldu vatni, skafið þær og reytið eftir því sem þarf. Sníðið hæfilega stóra keppi, 4-5 úr hverri vömb og saumið þá með mjúku bómullargarni. Skiljið eftir op á keppunum. Geymið keppina í köldu vatni á meðan hræran er útbúin.
Blóðmör
Saxið mörinn smátt. Síið blóðið gegnum sigti og blandið salti og vatni saman við. Hrærið þar til saltið er vel uppleyst. Blandið mjölinu saman við blóðið og setjið svo mörinn út í.
Frágangur
Takið keppina upp úr vatninu og strjúkið af þeim vætuna. Fyllið þá til hálfs með hræru og saumið fyrir. Jafnið hrærunni í keppunum. Látið keppina í sjóðandi saltvatn strax og saumað hefur verið fyrir. Hafið rúmt í pottinum, sjóðið aðeins fáa keppi í einu og pikkið í þá með nál um leið og þeim skýtur upp og ýtið á þá með spaða eða sleif. Hæfilegur suðutími er rúmar 3 klst. Takið keppina upp úr pottinum að lokinni suðu og leyfið þeim að kólna.
Hollráð
Frystið eða leggið í súr þá keppi sem á að geyma til vetrarins.
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe