Þessar eru frábærar. Þykkar kótilettur bakaðar með grænmeti og jurtum. Myntusósan setur punktinn yfir i-ið.
Hagnýtar upplýsingar:
Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 1052 254 100
Fita 22 821 200 79
Kolvetni 5 85 20 8
Prótein 9 146 34 14
Trefjar 1
Undirbúningur 30 mín
Matreiðsla 60 mín
Einfaldleiki Meðal
Hráefni: Fyrir hve marga: 4
50 g tímían
4 stk stórar kartöflur
3 stk næpur
2 dl ólífuolía
2 stk perur
2 stk sítrónur
1 stk hvítlaukur
1 kg svínakótilettur (tveggja beina - má nota venjulegar)
Sósa
100 g mynta
12 msk ólífuolía
1 stk dagsgamalt franskbrauð
1 tsk Dijon sinnep (stór)
1 msk rauðvínsedik
1 msk vatn
salt og nýmalaður svartur pipar
Aðferð
1. Fáið kjötiðnaðarmann til þess að útbúa fyrir ykkur svínakótilettur, tveggja beina þykkar, en fjarlægja annað beinið. Fáið hann einnig til að sneiða húðina af, en skilja eftir fitulag.
2. Berjið kótiletturnar létt með sléttum kjöthamri og skellið þeim í ofnskúffu.
3. Saxið efri helming timíansins, fjarlægið neðsta hluta greinanna og merjið neðri helminginn í mortéli ásamt grófu sjávar salti.
4. Skellið hvítlauknum í mortélið og brjótið hann, en merjið ekki (hann á að vera í grófum bitum).
5. Takið börkinn af sítrónunum af með grænmetisflysjara og merjið í mortélinu. Kreistið safann úr sítrónunum saman við og blandið ólífuolíunni saman við (setjið sítrónuhelmingana í skúffuna með kótilettunum).
6. Hellið maríneringunni yfir kjötið, rispið í kjötið með beittum hníf (til að flýta fyrir mríneringunni) og nuddið maríneringunni inn í kótiletturnar.
7. Skerið kartöflurnar í sneiðar. Skerið endann á næpunum í spíss og svo í fernt eftir lengdinni (fjarlægið miðjuna ef hún er trénuð). Skerið perurnar í fernt eftir lengdinni , fjarlægið kjarnann og leggið allt ofan á kjötið.
8. Blandið öllu saman í skúffunni, þannig að maríneringin fari á allt. Hafið kjötið ofan á en passið að grænmetið standi allstaðar út.
9. Steikið í ofni við 250°C í 1 klst. Takið úr ofninum og ausið soðinu yfir.
Sósa
1. Skerið skorpuna af brauðinu. Skerið það í teninga og saxið.
2. Fjarlægið stilkana af myntunni og saxið hana. Blandið brauðinu, myntunni og sinnepinu saman í skál.
3. Hrærið ólífuolíunni, rauðvínsedikinu og vatninu saman við, saltið og piprið.
4. Hrærið vel og kremjið brauðmolana á hliðum skálarinna. Látið sósuna standa í 30 mín.
Framreiðsla
Berið réttinn fram með salati.
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe