Sígildur ítalskur pastaréttur sem þú eldar örugglega aftur ef þú prófar einu sinni. Mundu eftir þessari uppskrift.

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 663 160 100
Fita 12 450 109 69
Kolvetni 8 140 33 21
Prótein 4 73 17 11
Trefjar 2





Undirbúningur 15 mín
Matreiðsla 30 mín
Einfaldleiki Meðal





Hráefni: Fyrir hve marga: 4

250 g tagliatelle, Barilla
100 g rjómaostur
10 stk sveppir
4 msk ostur, parmesan
4 msk ólífuolía
2 stk hvítlauksrif
2 stk perlulaukur, nýr
2 stk rauðlaukur, nýr
2 dl rjómi
1 tsk fáfnisgras
1 stk paprika, græn
1 stk steinselja, knippi
½ stk blaðlaukur
kryddblanda, frá McCormick
svartur pipar úr kvörn


Undirbúningur
Skerið rauðlaukinn og blaðlaukinn í sneiðar, saxið síðan perlulaukana, steinseljuna (smátt), og einnig sveppina (í teninga). Pressið hvítlauksrifin og skerið paprikuna í bita.

Matreiðsla
Hitið olíuna á stórri pönnu og steikið allan laukinn létt stutta stund. Setjið papriku og sveppi út í og steikið aðeins lengur. Setjið rjómaostinn út í. Bætið síðan við rjóma og látið suðuna koma upp. Kryddið með fáfnisgrasi, kryddblöndu og svörtum pipar. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningunum á pakkanum og látið vatnið renna af því. Setjið það út í sósuna, látið það hitna í henni og blandið vel. Skiptið réttinum á fjóra diska, stráið steinselju ofan á og rífið parmaost út á.

Framreiðsla
Berið réttinn fram með brauðstöngum frá Barilla eða ítölsku brauði frá uppáhaldsbakaranum.

<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe