Skemmtilegur og ljúffengur réttur frá kokkalandsliðinu.
Hagnýtar upplýsingar:
Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 1100 266 100
Fita 23 853 208 78
Kolvetni 4 63 15 6
Prótein 11 183 43 16
Trefjar 0
Undirbúningur 60 mín
Matreiðsla 60 mín
Einfaldleiki Meðal
Hráefni: Fyrir hve marga: 4
800 g lambakjöt
10 stk beikonsneiðar, eða eins og þarf til að hylja kjötið
salt og pipar
Kartöflur
8 stk bökunarkartöflur
2½ dl rjómi
1 tsk hvítlauksmauk
1 msk smjör
salt og pipar
steinselja
Sósa
300 g brætt smjör
2 stk eggjarauður
1 msk Dijon sinnep
1 msk edik (helst sherry edik)
smakkað til með salti og pipar
smá brot af lambakraftteningi
smá vatn til að þynna
Matreiðsla
Sina- og fituhreinsið kjötið og vefjið beikoni vel utan um það. Brúnið á heitri pönnu í olíu, saltið og piprið eftir smekk. Setjið í 180ºC heitan ofn og eldið þar til kjarnhiti er orðinn 60ºC. Látið þá kjötið standa í ca. 10 mín. áður en það er skorið.
Kartöflur
Bakið kartöflurnar þar til þær eru orðnar mjúkar (40-60 mín v. 200ºC). Takið innan úr þeim og setjið í pott ásamt rjóma, smjöri, hvítlauksmauki, salti og pipar og steinselju, hrærið allt saman yfir hita.
Sósa
Pískið eggjarauðurnar, sinnepið, edikið og lambakraftinn í skál og hellið heitu smjörinu í mjórri bunu úti eggjahræruna. Þeytið stöðugt í á meðan. Smakkið sósuna til með salti og pipar og þynnið með vatni ef þarf.
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe