Mjög ljúffengur indverskur kjúklingaréttur grillaður á teini með hrísgrjónum og tikka masala sósu.

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 549 131 100
Fita 6 224 54 42
Kolvetni 9 151 36 27
Prótein 10 174 41 31
Trefjar 1





Undirbúningur 5 mín
Matreiðsla 50 mín
Einfaldleiki Meðal





Hráefni: Fyrir hve marga: 4

480 g Tandoori kjúklingabringur frá Kjúlla, m.v. 120 g per bringu

Meðlæti
400 g tikka masala sósa
250 g hrísgrjón
2 stk hvítlauksrif
2 tsk kúrkuma
2 tsk masala sósa
1 stk ferskt engifer, 2-3cm biti
1 stk ferskur chilepipar
1 tsk kúmenfræ
1 stk laukur
1 stk lárviðarlauf
smjör, til steikingar


Undirbúningur
Saxið niður engiferið og chílepiparinn.

Matreiðsla
Skerið kjúklingabringurnar í bita og þræðið upp á grillteina. Steikið grillteinana á pönnu eða grilli.

Meðlæti
Indversk hrísgrjón: Sjóðið hrísgrjón í 15 mínútur með lárviðarlaufi, kúmeni og kúrkuma. Steikið lauk, chílepipar, engifer og hvítlauk í smjöri á meðalheitri pönnu í nokkrar mínútur. Látið vatnið síga af hrísgrjónunum og bætið þeim út í pönnuna og steikið áfram í 2-3 mínútur og kryddið með masala kryddi.

Framreiðsla
Berið fram með heitri tikka masala sósu.

<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe