Einstaklega góður og skemmtilegur réttur. Hér eru bollur mótaðar úr grísahakki og öðru góðgæti og beikoni síðan vafið utan um. Vel þess virði að prófa!

Mynd: Gísli Egill Hrafnsson

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 967 232 100
Fita 16 579 141 61
Kolvetni 9 147 35 15
Prótein 14 240 57 24
Trefjar 1





Undirbúningur 10 mín
Matreiðsla 10 mín
Einfaldleiki Meðal





Hráefni: Fyrir hve marga: 4

600 g grísahakk
200 g SS beikon
4 msk ostrusósa (oyster sauce)
3 stk hvítlauksgeirar, pressaðir
2 stk egg
1 tsk chílepipar, fínt saxaður
1 msk engifer, fínt saxað
1 dl hveiti
1 tsk kóríanderfræ (má sleppa)
1 stk laukur, fínt saxaður
1 tsk rósapipar (má sleppa)
grillspjót, 1 á mann
salt og pipar


Matreiðsla
Setjið allt sem á að fara í bollurnar, nema beikon, í skál og blandið vel saman. Mótið 20 bollur (miðað við f. 4) og vefjið beikonsneið utanum hverja bollu. Raðið bollunum upp á grillspjót og grillið við mikinn hita í 4 mín. á hvorri hlið.

Framreiðsla
Berið fram með grilluðu grænmeti, grilluðum kartöflum og meiri ostrusósu.

<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe