Ítalskur og einfaldur. Við mælum eindregið með að bjóða upp á nýbakað brauð eða hvítlauksbrauð með réttinum.

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 1309 313 100
Fita 19 695 169 54
Kolvetni 29 490 115 37
Prótein 7 124 29 9
Trefjar 1





Undirbúningur 5 mín
Matreiðsla 25 mín
Einfaldleiki Meðal





Hráefni: Fyrir hve marga: 4

400 g tortellini, fyllt pasta frá Barilla
100 g ostur, rjómaostur
60 g kerfill
15 g ostur, gráðaostur
3 dl rjómi
2 stk eggjarauður
2 msk smjör
1 dl kjötsoð
1 stk laukur
¼ tsk múskat
salt (eða kryddsalt ef þurfa þykir)


Matreiðsla
Sjóðið pastað eftir leiðbeiningunum á pakkanum og bætið matskeið af olíu í suðuvatnið. Hellið því í sigti og látið renna af því. Mýkið laukinn í smjörinu stutta stund. Setjið ostinn út í og látið hann bráðna, en gætið þess að hitinn sé vægur. Hrærið kjötsoðið saman við, þá eggjarauður, kerfil, múskat, pasta og síðast rjómann. Saltið ef þurfa þykir. Athugið að sósan má ekki sjóða.

Hollráð
Gott er að hafa nýbakað brauð eða hvítlauksbrauð með réttinum. Upplýsingar um kerfil er að finna í matarorðabókinni.

<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe