Þetta baunasalat er borið fram sem aðalréttur með grófu brauði eða sem meðlæti með grænmetisréttum. Betra er að láta salatið “marinerast” yfir nótt í kæliskáp. Athugið að kjúklingabaunirnar þurfa að liggja í bleyti í sólarhring.
Mynd: Gísli Egill Hrafnsson
Hagnýtar upplýsingar:
Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 1177 284 100
Fita 26 948 231 81
Kolvetni 7 126 30 10
Prótein 6 103 24 8
Trefjar 3
Undirbúningur 20 mín
Matreiðsla 60 mín
Einfaldleiki Meðal
Hráefni: Fyrir hve marga: 4
200 g kjúklingabaunir
Salat
2 stk skalotlaukar
1 stk græn paprika
1 stk gul paprika
1 stk rauð paprika
Sósa
3 stk hvítlauksrif
3 dl ólífuolía
2 tsk fersk myntublöð (eða 1 tsk. þurrkuð mynta)
1 dl aspall edik
1 tsk dijon sinnep
1 dl eplasafi
1 tsk hunang
1 tsk picanta (grænmetissalt)
½ tsk hvítur pipar
Undirbúningur
Leggið baunirnar í bleyti í sólarhring.
Matreiðsla
Sigtið baunirnar, skolið þær og sjóðið í 50 mínútur. Skolið þær aftur eftir suðu. Leggið baunirnar til hliðar.
Salat
Hreinsið paprikurnar og saxið þær smátt. Takið nokkra strimla frá til skreytingar. Afhýðið laukana og skerið þá í þunnar sneiðar. Blandið öllu vel saman.
Sósa
Best er að búa sósuna til í matvinnsluvél. Blandið saman olíu, ediki og eplasafa. Saxið myntublöðin smátt. Afhýðið hvítlaukinn og saxið smátt. Bætið kryddi, hunangi og sinnepi saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Setjið baunirnar í skál, hellið leginum yfir og blandið grænmetinu saman við.
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe