Sérstakur réttur sem hefur suður-evrópskt yfirbragð. Takið eftir að ekki er nauðsynlegt að hafa sniglana með, því auðveldlega má skipta þeim út með rækjum.
Hagnýtar upplýsingar:
Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 937 224 100
Fita 5 168 41 18
Kolvetni 13 216 51 23
Prótein 3 50 12 5
Alkóhól 502 120 54
Trefjar 1
Undirbúningur 15 mín
Matreiðsla 30 mín
Einfaldleiki Meðal
Hráefni: Fyrir hve marga: 4
400 g tortellini, osta Barilla
120 g sniglar (eða rækja)
50 g blaðlaukur
50 g hikjiþari, má sleppa
50 g smjör
30 g gulrætur
20 g ostur, parmesan
2½ dl rjómi
2 stk eggjarauður
2 stk hunangsmelónur litlar
2 msk hvítlauksmauk
2 stk skalotlaukur
1¾ dl hvítvín
1 msk edik, hvítvíns
1 stk paprika, rauð
2 ¼ tsk rósmarín
kryddsalt, McCormick
pipar, McCormick
Undirbúningur
Skerið skalotlaukana og saxið þá smátt.
Matreiðsla
Skerið melónurnar í tvennt og fjarlægið fræin. Skerið úr þeim kúlur með parísarjárni. Skerið gulrætur, blaðlauk, papriku og þara í ræmur og sjóðið í bullandi saltvatni í um 15 sekúndur. Látið skalotlaukinn mýkjast í potti ásamt hvítlauksmauki og rósmaríni. Hellið ediki og hvítvíni út í og sjóðið þar til fjórðungur er eftir. Bætið þá rjómanum við og látið sósuna sjóða þar til hún þykknar. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningunum á pakkanum, hellið því í sigti og látið renna af því. Skerið smjörið í teninga og hrærið það saman við sósuna smátt og smátt ásamt parmaostinum. Eftir það má sósan ekki sjóða. Setjið snigla eða rækjur, melónukúlurnar, pasta og grænmeti út í sósuna og látið það hitna vel. Hrærið að lokum eggjarauðurnar létt og blandið þeim saman við sósuna. Hrærið stöðugt í þar til hún fer að þykkna. Saltið og piprið eftir smekk og berið fram með grófu brauði.
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe