Þessi réttur er á hollu nótunum og sérdeilis gómsætur og hentar því sérstaklega vel fyrir heilsufríkin en það er voða gott að leyfa sér hvítt Rioja vín með þessum………….
Mynd: Gísli Egill Hrafnsson
Hagnýtar upplýsingar:
Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 714 169 100
Fita 4 133 32 19
Kolvetni 30 512 121 71
Prótein 4 69 16 10
Trefjar 3
Undirbúningur 15 mín
Matreiðsla 55 mín
Einfaldleiki Meðal
Hráefni: Fyrir hve marga: 4
250 g Basmatichrísgrjón
2 msk heslihnetur
1 tsk ananaskurl
1 stk gulrót
1 tsk karrí
1 stk laukur
1 tsk mango chutney
hvítur pipar eftir smekk
sjávarsalt eftir smekk
Rasp
100 g heilhveiti
¼ tsk frugola (grænmetissalt, má nota picanta grænmetissalt)
¼ tsk karrí
Sósa
50 g ananasbitar, smátt skornir
2 dl vatn
1 dl ananassafi
1 tsk frugola
1 tsk karrí
1 tsk maizenamjöl
1 tsk mango chutney
1 msk olía
½ stk epli
¼ stk púrrulaukur
pipar eftir smekk
sjávarsalt eftir smekk
Matreiðsla
Sjóðið hrísgrjónin í 50 mínútur. Sigtið vatnið vel frá. Leggið grjónin til hliðar. Saxið lauk og gulrót smátt og léttsteikið upp úr olíu þar til grænmetið er orðið meyrt. Bætið kryddinu saman við. Saxið heslihneturnar smátt og setjið þær, ásamt hrísgrjónunum og grænmetinu saman í matvinnsluvél og hrærið þar til hráefnið hefur blandast saman. Gætið þess þó að hræra ekki of lengi. Búið til litlar bollur og veltið þeim upp úr heilhveitiraspi.
Sósa
Saxið epli og lauk smátt og léttsteikið upp úr olíu við vægan hita. Bætið vatni, ananasbitum og ananassafa saman við. Látið sjóða í 5 mínútur. Bætið mango chutney og kryddi út í og þykkið með maísenamjöli.
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe