Einfaldur og góður kjúklingaréttur með hnetum og hunangi sem hentar við hin ýmsu tilefni.

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 659 158 100
Fita 9 339 83 52
Kolvetni 5 84 20 13
Prótein 14 236 55 35
Trefjar 0





Undirbúningur 15 mín
Matreiðsla 75 mín
Einfaldleiki Meðal





Hráefni: Fyrir hve marga: 4

1.3 kg kjúklingur, ferskur frá Kjúlla, algeng þyngd 1,2 - 1,4 kg
1 msk estragon, ferskt
hunang til penslunar

Salat
2 msk parmigiano ostur
2 msk tómatar, sólþurrkaðir
1 stk avókadó
1 dl brauð teningar, ristaðir
1 stk mangó
1 stk rauðlaukur
½ dl balsamic edik
blaðsalat
furuhnetur, ristaðar
lambhagasalat
ólífur, svartar


Undirbúningur
Ristið furuhneturnar á heitri pönnu og stráið ögn af salti yfir. Saxið síðan estragonið og rífið ostinn (parmigiano). Skerið tómatana og rauðlaukinn smátt, en avókadóið og mangóið í bita.

Matreiðsla
Penslið kjúklinginn með hunangi og stráið fersku estragoni yfir. Steikið í ofni við 120°C í 60 mínútur. Takið kjúklinginn úr ofninum og kælið. Rífið salatið niður í stóra skál og blandið öllu saman við sem fara á í salatið. Skerið síðan kjúklingakjötið í sneiðar eða bita og bætið þeim saman við.

Framreiðsla
Berið fram með góðu brauði.

<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe