Svolítið öðruvísi hrísgrjónaréttur með brúnum hrísgrjónum og tómatmauki. Léttur og góður!

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 551 131 100
Fita 6 209 51 39
Kolvetni 18 307 72 55
Prótein 2 36 8 6
Trefjar 1





Undirbúningur 5 mín
Matreiðsla 70 mín
Einfaldleiki Meðal





Hráefni: Fyrir hve marga: 4

100 g sýrður rjómi
95 g sveppir, niðursoðnir í sneiðum úr dós
10 g tómatmauk
5 dl vatn
2 ½ tsk salt´n spice, McCormick
2 dl hrísgrjón, brún
2 stk paprika, græn
1 dl rúsínur
1 tsk Salt´n Spice, McCormick
½ dl matarolía


Matreiðsla
Setjið vatn, matarolíu, salt og safann af sveppunum í pott og látið suðuna koma upp. Látið brúnu hrísgrjónin og tómatmaukið út í pottinn og blandið vel saman. Látið sjóða við vægan hita í 35 mínútur. Setjið niðursneidda sveppi, rúsínur og papriku í bitum út í pottinn ásamt kryddinu. Blandið vel saman og sjóðið í 20 mínútur. Látið sýrða rjómann út í pottinn, blandið vel saman, látið suðuna koma upp og takið af hellunni.

Framreiðsla
Berið fram með heitu hvítlauksbrauði, hrásalati og niðursoðnu blönduðu grænmeti.

<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe