Það er tilvalið að grilla þennan rétt í sumarsólinni. Kryddlögurinn er einstaklega góður og gefur kjúklingabringunum og grænmetinu mikið og gott bragð. Í stað shiitake sveppanna má nota venjulega, hvíta sveppi.

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 255 60 100
Fita 1 36 9 14
Kolvetni 4 61 14 24
Prótein 9 158 37 62
Trefjar 1





Undirbúningur 10 mín
Matreiðsla 25 mín
Einfaldleiki Meðal





Hráefni: Fyrir hve marga: 4

480 g frosnar, bein- og skinnlausar kjúklingabringur
120 g shiitake sveppir eða venjulegir sveppir
2 stk litlir kúrbítar (zucchini), sneiddir á ská
2 stk rauðar paprikur, skornar í ræmur
1 stk Uncle Ben´s Country Inn Rice Pilaf hrísgrjón í pakka
½ dl teriyaki sósa
½ dl appelsínusafi
½ tsk rauðar piparflögur, muldar


Kryddlögur
Setjið appelsínusafa, teriyaki sósu og muldar piparflögur í litla skál. Takið frá 3 msk af kryddleginum (miðað við f. 4) og penslið kjúklingabringurnar, paprikur, kúrbít og sveppi með afganginum af kryddleginum.

Matreiðsla
Látið volgt vatn renna á kjúklingabringurnar í 1-2 mín. Grillið kjúklingabringurnar í 20-25 mín. og snúið þeim einu sinni og penslið af og til með kryddleginum. Grillið paprikur, kúrbít og sveppi í 5 mínútur, snúið því einu sinni og penslið af og til með kryddleginum. Sjóðið á meðan hrísgrjón skv. leiðbeiningum á pakka og hrærið kryddleginum sem tekinn var frá, út í.

Framreiðsla
Berið kjúklingabringurnar fram ásamt hrísgrjónunum.

Hollráð
Í stað shiitake sveppanna má nota venjulega, hvíta sveppi.

<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe