Pönnu- og ofnsteikt nautakjöt með jurtakryddaðri rauðvínssósu er veislukostur. Prófaðu þessa!

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 857 205 100
Fita 4 133 32 16
Kolvetni 1 16 4 2
Prótein 8 143 34 16
Alkóhól 565 135 66
Trefjar 0





Undirbúningur 10 mín
Matreiðsla 35 mín
Einfaldleiki Meðal





Hráefni: Fyrir hve marga: 4

800 g nautalundir, snyrt og skorin í jafnar steikur
2 stk rauðlaukur
pipar, úr kvörn, McCormick
salt
tímían, nýtt

Sósa
8 dl kjötsoð, (má vera af teningi)
2 msk koníak
1 dl rauðvín
pipar úr kvörn
rósmarín, nýtt
salt


Matreiðsla
Steikið kjötið á pönnu og brúnið vel allt um kring. Setjið það á ofnskúffu og ljúkið steikingunni með því að setja það í 185°C heitan ofn í 8-10 mínútur. Takið kjötið úr ofninum og látið það bíða og jafna sig stundarkorn áður en það er borið fram.

Sósa
Sjóðið kjötsoðið þar til helmingurinn er eftir. Hellið rauðvíninu út í og kryddið með rósmaríni, koníaki, salti og pipar. Snöggsjóðið eða steikið rauðlauk og setjið hann út í sósuna. Berið hana fram með steikinni.

<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe