Einfaldur og góður réttur sem hægt er að laga með stuttum fyrirvara. Þeir sem kunna að meta rækjur með austurlensku ívafi ættu að prufa þennan rétt.
Hagnýtar upplýsingar:
Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 991 237 100
Fita 5 196 48 20
Kolvetni 3 50 12 5
Prótein 10 171 40 17
Alkóhól 574 137 58
Trefjar 1
Undirbúningur 10 mín
Matreiðsla 30 mín
Einfaldleiki Meðal
Hráefni: Fyrir hve marga: 6
1½ kg rækjur
400 g sveppir, nýir
4 msk smjör
4 tsk sojasósa
4 msk tómatþykkni
3 msk chilisósa, Uncle Ben´s
2½ dl rjómi
2 msk hveiti
2 dl hvítvín
2 stk laukur
1 tsk karrí, McCormick
1 stk paprika, græn stór
1 stk paprika, rauð stór
1 tsk paprikuduft, McCormick
½ tsk basilíka
½ tsk bergminta
½ tsk salt
Undirbúningur
Byrjið á því að skera paprikurnar í bita, sveppina í sneiðar og saxa laukinn smátt.
Matreiðsla
Bræðið smjör á pönnu, blandið karríi og paprikudufti saman við og steikið rækjurnar við stundarkorn. Takið þær af pönnunni og geymið þær. Setjið lauk, sveppi og papriku á pönnuna og látið það malla þar til það er meyrt.
Stráið hveiti á pönnuna, hellið síðan á hana hvítvíni og rjóma og hrærið stöðugt í á meðan. Bætið við því sem eftir er og látið það malla við meðalhita uns það er mátulega þykkt. Notið kryddið eins og hæfa þykir. Setjið rækjurnar út í sósuna rétt áður en á að bera þær fram.
Hollráð
Með réttinum fer vel að hafa hrisgrjón frá Uncle Ben´s, salat og ef til vill heit smábrauð.
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe