Einfaldur og ítalskur og meira seðjandi en margur heldur. Pastað sér til þess að enginn stendur svangur upp frá matarborðinu eftir máltíðina! Réttur sem kemur á óvart.

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 178 42 100
Fita 1 31 8 18
Kolvetni 7 125 29 70
Prótein 1 22 5 12
Trefjar 1





Undirbúningur 5 mín
Matreiðsla 55 mín
Einfaldleiki Meðal





Hráefni: Fyrir hve marga: 4

250 g tortellini, með kjötfyllingu, Barilla
3 stk gulrætur
2 stk stöngulselja, leggir
2 l vatn
1 stk kjúklingasoðteningur
1 stk laukur
1 stk nautasoðteningur
salt og pipar


Undirbúningur
Skerið gulræturnar og stöngulseljuna í bita, saxið síðan laukinn.

Matreiðsla
Hitið vatnið í potti. Setjið grænmetið út í ásamt soðteningunum. Kryddið með salti og pipar eins og þurfa þykir. Setjið lok á pottinn og látið súpuna sjóða við vægan hita í um 30 mínútur. Setjið fyllta pastað síðan út í og sjóðið enn í 10-12 mínútur.

Framreiðsla
Berið súpuna fram heita og stráið gjarnan ofan á hana parmaosti.

<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe