Góður réttur fyrir “grasekkilinn”, veiðiferðina eða sumarbústaðinn. Fljótlegt og gott. Hrísgrjónin soðin, pylsurnar steiktar á pönnu ásamt lauk, papriku og sojabaunum. Gæti ekki verið einfaldara - eða betra!

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 930 222 100
Fita 12 437 106 48
Kolvetni 14 246 58 26
Prótein 15 247 58 26
Trefjar 5





Undirbúningur 5 mín
Matreiðsla 10 mín
Einfaldleiki Mjög létt





Hráefni: Fyrir hve marga: 2

200 g sojabaunir (séu baunirnar niðursoðnar þarf tvöfallt meira en af þurrkuðum baunum)
60 g hrísgrjón (eða 1 poki)
5 stk SS pylsur
1 stk laukur
1 stk paprika


Undirbúningur
Skerið pylsur, lauk og papriku smátt.

Matreiðsla
Sjóðið hrísgrjónin í 10 mínútur. Steikið pylsurnar á pönnu og bætið svo lauknum og paprikunni saman við ásamt sojabaununum.

Hollráð
Hafið brauð með réttinum.

<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe