Silungur fléttaður saman og bakaður í ofni. Borinn fram með engifers- og agúrkusósu. Forréttur sem er fallegur á diski.

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 497 119 100
Fita 6 221 54 45
Kolvetni 1 20 5 4
Prótein 15 256 60 51
Trefjar 0





Undirbúningur 10 mín
Matreiðsla 30 mín
Einfaldleiki Meðal





Hráefni: Fyrir hve marga: 4

4 stk silungur, stór flök
pipar
salt

Meðlæti
agúrka
dvergkúrbítur
gulrætur
límóna

Sósa
1 dl rjómi
1 tsk sykur
½ stk agúrkur
½ tsk engifer, nýtt
½ stk sítrónusafi úr heilli sítrónu
maísmjöl, fínt
pipar
salt


Undirbúningur
Skerið límónuna í sneiðar og saxið engiferið smátt.

Matreiðsla
Roðflettið silungsflökin. Skerið hvert þeirra í 3 ræmur eftir endilöngu en látið þau þó hanga saman á bláendanum. Fléttið ræmurnar, leggið þær á smurða bökunarplötu og kryddið þær létt með salti og pipar. Leggið álþynnu ofan á og bakið fiskinn í 200°C heitum ofni í 10 mínútur. Afhýðið agúrkuna og kljúfið hana langsum í tvennt. Skafið burt fræin með teskeið. Búið til mauk úr agúrkunni í matvinnsluvél og látið það sjóða í 1-2 mínútur ásamt rjóma, engiferi og sítrónusafa. Bragðbætið sósuna með salti, pipar og sykri og þykkið hana hæfilega með maísmjöli hrærðu saman við kalt vatn.

Til skrauts
Skreytið réttinn með límónusneiðum og fallega skornum agúrkum, dvergkúrbít og gulrótum.

Framreiðsla
Berið silungsfléttuna fram með agúrkusósunni, heitri eða kaldri. Einnig má hafa með henni soðnar kartöflur.

Hollráð


Einnig má matreiða silunginn í örbylgjuofni í um 5 mínútur. Rétturinn hentar mjög vel sem forréttur.

<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe