Þessi er sérlega ljúffeng; borin fram með smjörsteiktu grænmeti. Lambakjöt á diskinn minn!
Hagnýtar upplýsingar:
Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 717 172 100
Fita 12 458 112 65
Kolvetni 7 124 29 17
Prótein 8 135 32 18
Trefjar 1
Undirbúningur 5 mín
Matreiðsla 15 mín
Einfaldleiki Meðal
Hráefni: Fyrir hve marga: 4
800 g lambainnanlæri
800 g rifnar bökunarkartöflur
250 g sýrður rjómi
2 dl lambasoð (teningar eða annar kraftur)
150 g rauð paprika
1 dl olía
1 dl rjómi
100 g snjóbaunir eða annað ferskt grænmeti
100 g sveppir
½ dl góð matarolía
20 stk græn piparkorn
20 stk hvít piparkorn
20 stk korn af rósapipar
20 stk svört piparkorn
gróft sjávarsalt eftir smekk
salt og pipar
Matreiðsla
Hitið pönnu með olíu. Setjið rifnu kartöflurnar á pönnuna og dreifið þeim vel á steikingarflötinn. Þegar góð skorpa er komin á þær snúið þá við og endurtakið. Skerið lambainnanlærið í 8 jafnstórar sneiðar (miðað við 4) og berjið létt á. Myljið piparkornin og penslið sneiðarnar með olíunni, stráið piparkornunum yfir. Pönnusteikið nú sneiðarnar hæfilega og haldið þeim síðan heitum.
Sósa
Hellið olíunni af pönnunni og sjóðið lambasoðið niður í henni, hrærið rjómanum og sýrða rjómanum út í og sjóðið upp. Sigtið sósuna af pönnunni, þegar hún er hæfilega þykk.
Meðlæti
Smjörsteikið grænmetið.
Framreiðsla
Berið fram með sósunni og smjörsteikta grænmetinu.
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe