Þessi er spennandi og kemur á óvart. Hér er hægt að flýta fyrir sér og útbúa súpuna með þriggja daga fyrirvara (sjá hollráð*). Gæti ekki verið þægilegra!
Hagnýtar upplýsingar:
Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 247 59 100
Fita 3 123 30 50
Kolvetni 2 42 10 17
Prótein 5 82 19 33
Trefjar 1
Undirbúningur 10 mín
Matreiðsla 25 mín
Einfaldleiki Meðal
Hráefni: Fyrir hve marga: 4
375 g bein- og skinnlausar kjúklingabringur
250 g sveppir
9 dl bragðmikið kjúklingasoð
6 stk mulin kóríanderfræ
6 stk þunnar engiferssneiðar
4 dl ósæt kókosmjólk
3 stk þurrkuð lime blöð
3 stk vorlaukar, hreinsaðir og fínt sneiddir
2 msk asísk fiskisósa (nam pla eða nuoc nam)
2 msk olía
2 tsk rautt karrímauk
1 stk hvítlauksgeiri, saxaður
1 stk miðlungsstór laukur, saxaður
1 stk sítrónugrasstilkur (lemon gras
kóríander til skrauts
safi úr 2 lime ávöxtum
salt og pipar eftir smekk
Aðferð
Hreinsið sítrónugrasið og skerið í 2-3 bita. Setjið olíuna í stóra pönnu eða pott ásamt lauk, hvítlauk og hitið upp á miðlungshita. Svitið í 1-2 mínútur og hrærið í. Bætið því næst sítrónugrasi, karrímaukinu, engiferinu og limeblöðunum út í. Sjóðið og hrærið í u.þ.b. 3-4 mínútur. Bætið þar næst kjúklingasoðinu í; sjóðið upp og lækkið hitann. Látið sjóða í u.þ.b. 15 mínútur*. Brytjið kjúklingabringurnar í 3-4 sm bita. Skerið sveppina í fernt og sjóðið í u.þ.b. 5 mínútur eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn. Hrærið og bætið í limesafanum og fiskisoðinu; bragðið og kryddið til eftir smekk.
Framreiðsla
Berið fram með vorlaukssneiðum, kjúklingabringum og kóríander.
Hollráð
Gott er að sigta súpuna áður en hún er borin fram. *Til að flýta fyrir er hægt að gera súpuna upp að þessu stigi og kæla í lofttæmdum umbúðum í allt að 3 daga. Lime blöðin, sítrónugrasið, karrímaukið, fiskisósuna og kókosmjólkina er hægt að fá í asískum sérvöruverslunum.
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe