Karríkjúklingur sem liggur ofan í safaríkri hunangsmelónunni. Forréttur sem er fallegur á diski.
Hagnýtar upplýsingar:
Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 304 72 100
Fita 2 63 15 21
Kolvetni 11 185 44 60
Prótein 3 56 13 18
Trefjar 1
Undirbúningur 10 mín
Matreiðsla 30 mín
Einfaldleiki Meðal
Hráefni: Fyrir hve marga: 4
400 g kjúklingakjöt, skorið í bita
7 dl kókosmjólk
4 stk gulrætur
4 stk kartöflur, soðnar
3 msk karrí
3 msk sósujafnari
2 stk melónur, hunangsmelónur
2 msk ólífuolía
2 msk sykur
1½ dl mjólk
1 stk bambussprotar, dós
1 stk dvergmaís, dós
1 l hrísgrjón, soðin, Uncle Ben´s
1 tsk kryddblanda, season all frá McCormick
1 tsk kryddsalt, aromat frá McCormick
1 stk laukur
1 stk paprika, græn
1 stk paprika, rauð
1 tsk pipar
Undirbúningur
Skerið kjúklingakjötið í bita.
Matreiðsla
Saxið allt grænmetið, þó ekki of smátt. Skerið melónurnar í tvennt og takið innan úr hýðinu með kúluskeið. Hitið olíu í potti og brúnið kjúklingabitana við góðan hita. Kryddið með karríi og steikið stundarkorn í viðbót. Bætið við helmingnum af kókosmjólkinni og hrærið vel. Látið nú sjóða við vægan hita og setjið grænmetið út í; fyrst lauk, síðan gulrætur, þá papriku og loks það sem þegar er soðið. Hrærið afganginn af kókosmjólkinni út í þegar allt er orðið meyrt. Bætið við mjólk ef þurfa þykir og látið sjóða við hægan hita í 5 mínútur. Bætið við sykri og kryddi eftir smekk og þykkið blönduna hæfilega með sósujafnara. Blandið loks hrísgrjónunum vel saman við. Setjið fyllinguna í melónuhelmingana og berið réttinn fram skreyttan melónukúlum.
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe