Spicy kalkúnasoðsúpa
Þetta er þjóðarsúpa Bahamabúa, sem frábært er að gera eftir kalkúnaveislu. Létt í maga og mjög holl súpa. Ein af uppáhalds súpum Sigga Gísla matreiðslumeistara.
Hagnýtar upplýsingar:
Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 71 17 100
Fita 0 10 2 14
Kolvetni 1 21 5 29
Prótein 2 41 10 57
Trefjar 1
Undirbúningur 15 mín
Matreiðsla 60 mín
Einfaldleiki Létt
Hráefni: Fyrir hve marga: 4
400 g kalkúnakjöt, má vera hvaða partur sem er, jafnvel á beini
5 stk sellerístilkar, saxaðir
4 stk sítrónur
3 stk kartöflur, flysjaðar og skornar í bita
3 l vatn
2 stk lárviðarlauf
1 stk laukur,saxaður
½ tsk chillipiparmauk
salt og pipar eftir smekk
Aðferð
1. Látið suðuna koma upp á vatninu og setjið allt nema sítrónusafann, saltið og piparinn út í. Látið sjóða í 15 mín.
2. Kreistið sítrónurnar út í og kryddið súpuna með salti og pipar.
Hollráð Sigga Gísla matreiðslumeistara
Best er að nota ferskian chilli og skera hann þversum, þá er hann ekki alveg eins sterkur. Einnig er gott að nota kjúkling í stað kalkúns.
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe