Frábær forréttur úr hráu hangikjöti, melónu, grænmeti og piparrótasósu.
Hagnýtar upplýsingar:
Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 313 75 100
Fita 4 163 40 53
Kolvetni 4 72 17 23
Prótein 5 78 18 24
Trefjar 1
Undirbúningur 15 mín
Matreiðsla 20 mín
Einfaldleiki Meðal
Hráefni: Fyrir hve marga: 4
300 g hangikjöt, frá SS, fryst hrátt
60 g grasker
1 stk jöklasalat, höfuð, saxað
1 stk melónur
1 stk salathöfuð
spínatblöð undir salatið
Sósa
2 dl sýrður rjómi
½ tsk piparrótarmauk
pipar úr kvörn, frá McCormick
sítrónusafi
Undirbúningur
Skerið kjötið í þunnar sneiðar með áleggshníf, skerið síðan graskerið í teninga og kúlur úr melónunni með kúlujárni. Saxið jöklasalatið niður.
Matreiðsla
Blandið saman jöklasalati, melónukúlum og graskersteningum. Leggið spínatblöð á diskana og salatblönduna ofan á. Vefjið hangikjötssneiðunum saman og stingið þeim í salatið. Blandið piparrótarsósuna og setjið hana ofan á réttinn eða berið hana fram sér í skál.
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe