Frábær forréttur úr ekta íslensku hangikjöti og osti með möndlusósu.. Þessi er þess virði að hann sé prófaður. Athugið að hangikjötið þarf að hálffrysta.

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 1304 315 100
Fita 27 996 242 77
Kolvetni 4 67 16 5
Prótein 14 242 57 18
Trefjar 1





Undirbúningur 10 mín
Matreiðsla 60 mín
Einfaldleiki Meðal





Hráefni: Fyrir hve marga: 4

300 g innanlærisvöðvi úr hangilæri, fitusnyrt, frá SS
100 g rjómaostur
3 msk sesamfræ, ristað
1 tsk sítrónusafi
1 msk sýrður rjómi
¾ dl rjómi, þeyttur
pipar
salt

Sósa
4 ½ tsk hvítvínsedik
¾ dl möndlur, ristaðar
½ tsk sinnep
pipar
salt
sítrónusafi


Undirbúningur
Frystið hangikjötið til hálfs. Þeytið rjómann og saxið niður möndlurnar.

Matreiðsla
Takið hangikjötið úr frysti og skerið það í þunnar sneiðar. Setjið rjómaost, sýrðan rjóma og sesamfræ í hnífakvörn og gerið úr því fíngert mauk. Setjið maukið í skál og kryddið það með salti, pipar og sítrónusafa eins og þurfa þykir. Blandið loks rjómanum varlega saman við með sleif. Leggið hangikjötssneiðarnar á smjörpappír, smyrjið á þær ostinum og vefjjið þær saman. Frystið síðan rúllurnar. Takið rúllurnar úr frysti og skerið þær í sneiðar.

Sósa
Setjið það sem á að fara í möndlusósuna í kvörn og gerið úr því slétt mauk.

Framreiðsla
Berið hangikjötsrúllurnar fram með möndlusósunni ásamt salati.

<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe