Frábært tilbrigði við gamla góða hangikjötið, sem segir sex.
Ath. að frystitími bætist við undirbúningstímann.

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 534 128 100
Fita 7 245 60 47
Kolvetni 4 74 17 14
Prótein 13 215 50 40
Trefjar 1





Undirbúningur 30 mín
Matreiðsla mín
Einfaldleiki Meðal





Hráefni: Fyrir hve marga: 4

400 g hrátt úrbeinað hangikjöt
100 g rauðrófur, skornar í teninga, forsoðnar og kældar
50 g rauðlaukur (ca. eitt stk.) fínt saxaður
4 msk BBQ sósa (gott er að milda hana með kaffilögg og stjörnuanis)
4 stk rúgbrauðssneiðar
1 stk Romaine salat (mjög viðeigandi en annað salat gengur), skorið í fína strimla
lint íslenskt smjör til að smyrja rúgbrauðið


Aðferð
Fituhreinsið hangikjötið að mestu. Það er því næst fryst til þess að auðveldara verði að saxa það. Afhýðið rauðrófurnar og skerið fyrst í sneiðar og svo í litla teninga. Saxið laukinn fínt. Smyrjið rúgbrauðið með smjörinu og stingið út í viðeigandi stóra hringi. Dreyfið lauknum á rúgbrauðið þannig að hann hylji brauðið alveg. Blandið hangikjötinu saman við rauðrófurnar og myndið úr þeim litlar kúlur sem eru settar á brauðið. Stráið fínt skornu romaine salatinu yfir. Berið fram með BBQ sósunni.

<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe