Þessi er góður. Þeir sem hafa yndi af pasta og hrísgrjónum ættu að prófa þennan. Þó hann sé settur hér sem forréttur, er ekkert því til fyrirstöðu að kalla hann léttan rétt, sem gott er að grípa til.
Hagnýtar upplýsingar:
Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 1108 263 100
Fita 9 321 78 30
Kolvetni 39 659 155 59
Prótein 8 128 30 11
Trefjar 1
Undirbúningur 5 mín
Matreiðsla 30 mín
Einfaldleiki Mjög létt
Hráefni: Fyrir hve marga: 4
400 g hrísgrjón, Uncle Ben´s
100 g farfalle, pastafiðrildi frá Barilla
60 g beikon, vel steikt
6 stk eggjarauður
3 stk hvítlauksrif
2 msk ólífuolía
1 stk laukur, stór
1 stk paprika, stór
kryddsalt, aromat frá McCormick
kúrkúma
Undirbúningur
Steikið beikonið vel og skerið það í bita.
Matreiðsla
Sjóðið hrísgrjónin í tvennu lagi, helminginn með kúrkúmu í vatninu til að þau verði gul. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningunum á pakkanum, og látið síðan renna vel af því í sigti. Setjið olíu á pönnu og steikið lauk, hvítlauk og papriku í henni stutta stund. Bætið þá við hrísgrjónunum og pastanu, og steikið áfram í 2-3 mínútur. Hrærið þá eggjarauðurnar saman við og stráið beikonbitunum ofan á. Kryddið með kryddsalti.
Til skrauts
Skreytið réttinn með nýju grænmeti.
Framreiðsla
Berið fram með nýbökuðu brauði.
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe