Heit og frískandi á vetrarkvöldum.
Hagnýtar upplýsingar:
Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 770 184 100
Fita 2 80 19 11
Kolvetni 3 59 14 8
Prótein 1 12 3 2
Alkóhól 620 148 80
Trefjar 1
Undirbúningur 15 mín
Matreiðsla 35 mín
Einfaldleiki Meðal
Hráefni: Fyrir hve marga: 4
900 g tómatar, saxaðir
4½ dl kjúklinga eða grænmetissoð
2¼ dl þurrt hvítvín
2 msk graslaukur, saxaður
2 stk gulrætur, saxaðar
2 msk tómatpurré
1 stk hvítlauksrif, pressað
1 stk laukur, saxaður
1 tsk ólífuolía
1 msk sykur
1 tsk Tabasco sósa
Framreiðsla
4 msk rjómi (eða eftir smekk) og graslaukur til skrauts
Aðferð
1. Hitið olíuna í stórri pönnu og steikið lauk, gulrætur og hvítlauk í 3-4 mín. eða þar til þetta mýkist aðeins.
2. Bætið tómötum, Tabasco sósu, hvítvíni, krafti, tómat purré og graslauk saman við. Látið suðuna koma upp, setjið lok á pönnuna og látið malla í 30 mín. Hrærið í við og við.
3. Hellið súpunni í matvinnsluvél og vinnið hana í 1-2 mín. þar til hún verður slétt.
4. Hellið súpunni gegnum sigti á pönnuna. Bætið sykrinum saman við og kryddið eftir smekk. Hitið súpuna að suðu.
Framreiðsla
Setjið súpuna á diska, sprautið þeyttum rjóma á miðjan diskinn og sáldrið söxuðum graslauk yfir.
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe