Rækjusalat með hrísgrjónum sem hægt er að nota sem forrétt. Þá er það borið fram ofan á salatblaði skreytt með sítrónusneiðum.

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 517 123 100
Fita 5 198 48 39
Kolvetni 13 225 53 43
Prótein 6 94 22 18
Trefjar 1





Undirbúningur 10 mín
Matreiðsla 70 mín
Einfaldleiki Meðal





Hráefni: Fyrir hve marga: 4

250 g rækja
5 dl hrísgrjón, Uncle Ben´s
4 msk majones
4 msk sýrður rjómi
1¼ dl paprika, græn
1¼ dl paprika, rauð
1 tsk basilikum
1 tsk sítrónusafi
½ tsk sinnep
½ tsk tómatsósa
¼ tsk salt (e.t.v. hvítlaukssalt)
¼ tsk sítrónupipar


Undirbúningur
Skerið paprikurnar í smátt og myljið basilíkuna rétt fyrir notkun.

Matreiðsla
Hrærið saman sýrðum rjóma, majonesi, tómatsósu og sinnepi. Kryddið með salti, pipar og basilíku. Bætið rækjum, hrísgrjónum og papriku við og blandið vel. Geymið í ísskáp í 1/2-1 klst áður en borið fram með ristuðu brauði/saltkexi.

Hollráð
Salatið má einnig nota sem forrétt. Þá er því skipt í 4 forréttadiska (miðað við 4), ofan á salatblað, skreytt með sítrónusneiðum og borið fram með ristuðu brauði og milliþurru hvítvíni.

<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe