Gómsætur forréttur sem gaman er að útbúa.

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 307 74 100
Fita 5 180 44 60
Kolvetni 3 58 14 18
Prótein 4 69 16 22
Trefjar 1





Undirbúningur 10 mín
Matreiðsla 20 mín
Einfaldleiki Meðal





Hráefni: Fyrir hve marga: 4

4 tsk rjómaostur
4 stk salatblöð
4 stk sveppir, stórir
1 stk gráðaostur, lítill
1 stk hvítlauksrif, pressað
salt
svartur pipar
svolítið smjör


Undirbúningur
Brjótið stilkana af sveppunum. Leggið hattana til hliðar og fínsaxið stilkana. Steikið þá í smjöri og bætið hvítlauk, salti og pipar út í. Þegar þetta er orðið svolítið brúnað er rjómaosti bætt út í og pannan tekin af hitanum. Hrærið vel saman.

Matreiðsla
Penslið sveppahattana með smjöri utan og innan og fyllið þá síðan með fyllingunni. Leggið sneið af gráðaosti ofan á. Bakið við 180°C í 20 mínútur eða þar til hattarnir eru vel bakaðir í gegn. Berið fram á salatblaði. Fallegt er að skreyta hattana með grænmeti og steinselju.

<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe