Léttur grænmetis- og pastaréttur með skinku og vínediksósu. Réttur sem er fljótlegur og einfaldur í matreiðslu.
Hagnýtar upplýsingar:
Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 1253 303 100
Fita 28 1035 252 83
Kolvetni 8 128 30 10
Prótein 5 90 21 7
Trefjar 1
Undirbúningur 15 mín
Matreiðsla 20 mín
Einfaldleiki Meðal
Hráefni: Fyrir hve marga: 4
250 g pastarör, mezze penne tricolori, Barilla
100 g skinka, frá SS
50 g kasjú-hnetur
25 g ostur
25 stk ólífur, grænar
5 stk radísur
4 stk salatblöð, knippi
2 stk jarðarber
1 stk gulrót
1 stk stöngulselja, leggur
½ stk jöklasalat, höfuð
Vínediksósa
4 msk edik
4 tsk sinnep
2 dl ólífuolía
pipar
salt
Undirbúningur
Skerið skinkuna í ferninga, saxið jöklasalatið fínt og stöngulseljuna í smátt. Rífið síðan gulrótina og ostinn, skerið radísurnar smátt og jarðaberin í tvennt.
Sósa
Þeytið saman edik og sinnep og kryddið hæfilega með salti og pipar. Blandið olíunni saman við hægt og rólega þar til sósan fer að þykkna.
Matreiðsla
Sjóðið pasta eftir leiðbeiningunum á pakkanum, skolið það og látið renna af því. Látið það kólna.
Skolið salatið og raðið því fallega ásamt grænmeti, skinku, osti, pasta og öllu hinu. Hellið sósunni út á og skreytið með jarðarberjunum.
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe