Sérlega gott salat sem hentar vel eitt og sér eða sem meðlæti með öðrum réttum. Það er vel hægt að steikja grænmetið í stað þess að grilla það.

Mynd: Gísli Egill Hrafnsson

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 538 130 100
Fita 12 436 106 82
Kolvetni 4 64 15 12
Prótein 2 38 9 7
Trefjar 2





Undirbúningur 10 mín
Matreiðsla 10 mín
Einfaldleiki Meðal





Hráefni: Fyrir hve marga: 4

150 g fetaostur
3 msk ólífuolía
2 stk hvítlauksrif, smátt söxuð
2 stk vænar gulrætur
1 stk bökunarkartafla
1 stk dvergbítur
1 stk eggaldin
1 stk grænt salathöfuð
1 stk rauðlaukur

Sósa
2 dl ólífuolía
1 msk dijonsinnep
1 tsk hunang
1 dl rauðvínsedik
½ tsk picanta (grænmetissalt)
¼ tsk hvítur pipar


Aðferð
Skerið eggaldin, dvergbít, bökunarkartöflu og gulrætur í fremur þunnar sneiðar. Grillið (eða steikið) grænmetið á pönnu upp úr olíu þar til það er gulbrúnt. Bætið smátt söxuðum hvítlauk saman við. Setjið grænmetið í eldfast fat og kryddið. Bakið grænmetið í ofni við 200°C í 7 mín. Látið það kólna. Rífið salatblöðin niður í salatskál, bætið grillaða grænmetinu saman við ásamt smátt söxuðum rauðlauk og fetaosti.

Sósa
Hrærið saman sinnepi, ediki, olíu og hunangi, kryddið og hellið yfir salatið.

Framreiðsla
Berið salatið fram eitt og sér með hvítlauksbrauði eða sem meðlæti með öðrum réttum.

<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe