Einstaklega skemmtilegur svepparéttur. Hefur yfir sér ítalskt yfirbragð.

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 665 160 100
Fita 14 502 122 76
Kolvetni 6 107 25 16
Prótein 3 56 13 8
Trefjar 0





Undirbúningur 5 mín
Matreiðsla 120 mín
Einfaldleiki Meðal





Hráefni: Fyrir hve marga: 4

200 g hrísgrjón, Uncle Ben´s
80 g parmesanostur, nýrifinn
50 g kóngasveppir, þurrkaðir
5 dl kjúklingasoð, má vera af teningi
4 msk ólífuolía, góð
4 msk rjómi
3 msk smjör
1 stk hvítlauksrif
1 stk laukur, lítill


Undirbúningur
Látið sveppina liggja í bleyti í 2 dl af vatni í 2 klst. og saxið þá síðan smátt. Saxið laukinn og hvítlauksrifið smátt.

Matreiðsla
Hitið olíuna í potti og steikið hrísgrjónin, sveppina, laukinn og hvítlaukinn létt. Hellið helmingnum af soðinu út í og látið grjónin sjóða þar til vökvinn er horfinn að mestu. Bætið við soði smátt og smátt eins og með þarf þar til grjónin eru fullsoðin en látið þorna í pottinum á milli. Grjónin þurfa um 15 mínútna suðu alls. Hrærið þá smjör, rjóma og ost saman við. Hitið réttinn að suðu og berið hann fram strax.

<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe