Salat í hollari kantinum. Einfaldur en sérlega góður fyrir þá sem elska grænmeti. Ef þú kemur of seint heim fyrir “flókinn” kvöldmat skaltu hafa þennan bak við eyrað.

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 604 143 100
Fita 4 166 40 28
Kolvetni 22 369 87 60
Prótein 4 69 16 11
Trefjar 2



Undirbúningur 15 mín
Matreiðsla 15 mín
Einfaldleiki Mjög létt



Hráefni: Fyrir hve marga: 4

300 g blandað salat. hrokkinblaða, jökla og rauðsalat
200 g hrísgrjón, Uncle Ben´s (soðin og kæld)
70 g graskersfræ og furuhnetur (pinjuhnetur)
1 stk paprika, rauð
1 stk tómatar
1 stk vorlaukur
jarðarber
salat, heil blöð


Undirbúningur
Sjóðið hrísgrjónin og kælið. Skerið paprikuna í teninga.

Matreiðsla
Skerið blandaða salatið og vorlaukinn í ræmur, og ristið fræið og hneturnar á pönnu. Blandið því ásamt paprikuteningunum saman við hrísgrjónin og setjið á diska.

Til skrauts
Skreytið salatið með tómatsneiðum, salatblöðum og jarðarberjum.

Framreiðsla
Berið salatið fram með hvítlauksbrauði. Með salatinu er gott að hafa sósu úr sýrðum rjóma, sítrónusafa og söxuðum graslauk.

Hollráð


Þennan rétt má einnig hafa sem forrétt, þegar þannig stendur á.
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe