Hér er á ferðinni frábær forréttur frá Sigga Gísla matreiðslumeistara. Hér má nota flestar tegundir sveppa og um að gera að blanda saman sveppategundum; drekka svo Bollinger kampavín með réttinum ef á að gera sér glaðan dag.

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 943 227 100
Fita 12 461 112 49
Kolvetni 5 80 19 8
Prótein 3 43 10 4
Alkóhól 359 86 38
Trefjar 1





Undirbúningur 30 mín
Matreiðsla 15 mín
Einfaldleiki Meðal





Hráefni: Fyrir hve marga: 4

600 g ferskir villisveppir, t.d. Portobello, skornir í fernt
2½ dl rjómi
2 msk fínt skorinn laukur
2 msk hveitijafningur (50% hveiti og 50% smjör)
2 stk lárviðarlauf
1 ½ tsk saxað fáfnisgras (estragon)
1 ½ tsk saxað tímían
1¼ dl kampavín
1¼ dl nýmjólk
1¼ dl rjómi til að hræra kjúklingakraftinn í
1 msk smjör til svitunar á lauk
1 msk smjör til svitunar á sveppum
1 msk söxuð steinselja
½ tsk kjúklingakraftur


Matreiðsla
Hitið mjólk, rjóma, hveitijafning og lárviðarlauf í litlum potti á meðalhita; hrærið stöðugt í þar til er komið að suðu. Haldið heitu. Bræðið smjör og svitið laukinn (ekki brúna). Hrærið kampavíninu og mjólkurblöndunni saman við. Lækkið hitann og látið malla í u.þ.b. 20 mínútur. Hrærið kjúklingakraft og rjóma. Sigtið og haldið heitu. Bræðið smjör og svitið sveppina; hrærið stöðugt. Setjið sveppi út í heita sósuna. Bætið steinselju, fáfnisgrasi og tímían út í. Kryddið með salti og pipar.

Hollráð Sigga Gísla matreiðslumeistara
Það er gott að grilla sveppina á grilli og þá þarf aðeins að velta þeim upp úr smjöri og krydda með salti og pipar. Í þessa uppskrift má nota flestar tegundir sveppa og endilega blanda saman sveppategundum.

Siggi Gísla mælir með víninu…..
Bollinger kampavín.

<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe