Góður og þjóðlegur réttur þar sem lifrarpylsan er í aðeins öðruvísi hlutverki en venjulega.
Hagnýtar upplýsingar:
Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 667 159 100
Fita 8 287 70 44
Kolvetni 18 304 71 45
Prótein 5 77 18 11
Trefjar 2
Undirbúningur 5 mín
Matreiðsla 35 mín
Einfaldleiki Meðal
Hráefni: Fyrir hve marga: 3
800 g kínakál, lítill haus
500 g lifrarpylsukeppur
300 g hrísgrjón, Uncle Ben´s (hvít)
10 stk sveppir, stórir
1 tsk salt
kanilsykur eftir smekk
nýmjólk
svartur pipar
Matreiðsla
Sjóðið lifrarpylsuna og kælið. Takið utan af keppnum og skerið hann í hæfilega stóra teninga. Sjóðið hrísgrjónin eftir leiðbeiningunum á pakkanum ásamt saltinu. Hellið vatninu síðan af. Skerið sveppina í sneiðar og kryddið með svarta piparnum. Blandið öllu þessu saman í skál og berið fram strax, ásamt niðurskornu kínakáli. Stráið kanilsykri yfir eftir smekk.
Hollráð
Gott er að drekka kalda nýmjólk með. Rétturinn getur verið forréttur, eða aðalréttur.
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe