Þetta er reglulega gott og ferskt salat/lystauki og einfalt að búa það til. Það fer sérstaklega vel með Ilmandi grænum karríkjúklingi (sjá uppskrift).

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 1317 319 100
Fita 31 1152 280 88
Kolvetni 6 108 25 8
Prótein 3 56 13 4
Trefjar 7





Undirbúningur 10 mín
Matreiðsla mín
Einfaldleiki Létt





Hráefni: Fyrir hve marga: 4

150 g gúrka, afhýdd, fræin fjarlægð og grófsöxuð
16 stk kirsuberjatómatar, skorninr í 4 báta eða grófsaxaðir
3 msk basilíka eða kóríander, grófsaxað
1 stk límónur, safinn (meira ef vill)
1 msk ólífuolía
1 stk rautt chilí skorið í þunnar sneiðar, ef vill
½ stk fersk kókoshneta, rifin eða skorin í sneiðar
salt og nýmalaður svartur pipar


Aðferð
Setjið tómatana, kókoshnetuna, basilíkuna, gúrkuna og chilí, ef það er notað, í skál og blandið saman. Hellið svo ólífuolíunni, saltinu, piparnum og límónusafanum saman við rétt áður en salatið er borið fram.

<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe