Verðlaunaréttur úr hrísgrjónum, SS-pylsum, eggjum og grænmeti. Vel þess virði að prófa.

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 856 205 100
Fita 13 478 116 57
Kolvetni 14 236 56 27
Prótein 8 142 33 16
Trefjar 1





Undirbúningur 10 mín
Matreiðsla 20 mín
Einfaldleiki Mjög létt





Hráefni: Fyrir hve marga: 4

5 dl hrísgrjón, Uncle Ben´s
2½ dl pylsur, SS, söxuð
2 stk egg
2 msk ólífuolía
2 msk sojasósa
1¼ dl baunir, grænar, frystar
1¼ dl kasjú-hnetur, saxaðar
1 stk blaðlaukur
¼ stk paprika, rauð
¼ tsk salt
vatn


Undirbúningur
Saxið niður SS pylsurnar og hneturnar (kasjú) og skerið síðan paprikuna í bita.

Matreiðsla
Sjóðið hrísgrjónin eins og segir í leiðbeiningunum á pakkanum. Hrærið saman egg og salt. Hitið 1 msk af olíu á pönnu og steikið hrísgrjónin lítillega við vægan hita. Bætið við sojasósu og eggjahrærunni og blandið vel. Bætið loks við pylsunum og grænmetinu ásamt hnetunum.

Til skrauts
Skreyta má réttinn með paprikuhringjum sem látnir eru skarast eins og í Ólympíumerkinu. Með honum má hafa glóðaðar pylsur eða smábrauð.

<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe